Um sjóðinn

Hvaða erum við að koma?
Nýsköpunarsjóðurinn Kría varð til með sameiningu tveggja sjóða með ólíkar áherslur, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kríu. Í nýjum sameinuðum sjóði er áhersla á að standa vörð um sérstöðu og styrkleika forveranna með tveimur megin flokkum fjárfestinga. Þar er annars vegar um að ræða sjóðafjárfestingar þar sem fjárfest er til lengri tíma og hins vegar beinar fjárfestingar þar sem helsta áherslan og styrkleiki hefur í meira en 25 ár verið sígræn nálgun.

Hlutverk

Stuðningur Nýsköpunarsjóðsins Kríu skal taka mið af fjárfestingarmöguleikum á markaði og skal sjóðurinn veita stuðning á sviðum þar sem þörfin fyrir opinberan stuðning er mest hverju sinni.

Sjóðurinn skal hafa hæfilega arðsemi að leiðarjósi án þess þó að vera í beinni samkeppni við þá fjárfesta sem fyrir eru, þegar nægilegt framboð á fjármagni er til staðar. Einnig skal stefnt að því að auka samfellu í opinberum stuðningi til fjárfestinga og nýsköpunar eftir því sem við á, svo sem fjármögnunarverkefni á vegum Samstarfsáætlunar Evrópusambandsins. Sjóðnum er heimilt að fjárfesta í sjóðum, veita breytanleg lán og fjárfesta beint í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum og veita annars konar fjármögnun sambærilegt við það sem þekkist í alþjóðlegu fjármögnunarumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.

Fjárfestingar

Sjóðurinn leggur áherslu á stuðning þar sem þörfin er mest hverju sinni og skilgreina má sem markaðsbrest án þess þó að vera í beinni samkeppni við þá fjárfesta sem fyrir eru. Sjóðurinn skal hafa hæfilega arðsemi að leiðarljósi. Í öllum verkefnum er horft il þess að auka samfellu í opinberum stuðningi til nýsköpunarfyrirtækja.

Í beinum fjárfestingum er horft til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem samkvæmt skilgreiningu laganna á við fyrirtæki sem er ekki rótgróið, er á fyrstu stigum vaxtar, telst vera lítið og hefur þróun ákveðinna viðskiptahugmynda að meginstarfsemi.
Tegundir fjárfestinga: 
  • Fjárfestingar í sjóðum
    NSK fjárfestir í sjóðum sem sérhæfa sig í fjárfestingum í sprotafyrirtækjum s.s. vísi sjóðum og sérhæfðum fjárfestingasjóðum.
  • Beinar fjárfestingar
    Sá hluti NSK sem skilgreindur er í beinar fjárfestingar er sígrænn og hefur ekki afmarkaðan fjárfestingartíma. NSK fjárfestir í sprotafyrirtækjum á frumstigi.

Stefnur

Nýsköpunarsjóðurinn Kría starfar samkvæmt eftirfarandi stefnum og reglum:

Teymið

Hrönn Greipsdóttir
Forstjóri
Friðrik Friðriksson
Fjármálastjóri
Edda Lára Lúðvígsdóttir
Fjárfestingastjóri sjóðafjárfestinga
Valdimar Halldórsson
Fjárfestingastjóri beinna fjárfestinga og eftirfylgni með eignasafni
Laila S. Pétursdóttir
Markaðs- og kynningarmál

Stjórn

Ársskýrslur

Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.