Hlutverk Nýsköpunarsjóðsins Kríu (NSK) er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með fjárfestingum í sprotum, styðja við framgang nýsköpunar í samræmi við áherslur stjórnvalda.
Í stefnumótunarvinnu NSK haustið 2022 var lagt mat á fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja og með hvaða hætti Nýsköpunarsjóður gæti orðið sterkara hreyfiafl fyrir nýsköpun á Íslandi. Sjóðurinn leggur áherslu á að fjárfesta í félögum snemma á þróunarferli þeirra og þar sem markaðsbrestur kallar á aðkomu sjóðsins. Sjóðurinn er ekki beint í samkeppni við aðra fjárfesta heldur stuðlar að því að brúa bil sprotafyrirtækja og fjárfesta.
Nýsköpunarsjóður fór í fjárfestingaátak árið 2023 og nú er komið að nýju átaki!
Farið verður í átak haustið 2025 og verður það kynnt fljótlega.
Hér að neðan er umsóknarferlinu og skilyrðum um þátttöku lýst nánar. Vert er að taka fram að hér er um ramma og almenn viðmið að ræða og mun fjárfestingaráð NSK gera breytingar á viðmiðum eða umsóknarferlinu verði þörf á því.
Átakið er hugsað sem fjárfesting snemma í fyrirtækjum sem vinna annað hvort að tæknilegri eða markaðslegri nýsköpun. Hugmyndin þarf að vera vænleg til vaxtar og útflutnings, félagið íslenskt og með starfsemi á Íslandi. Þá er uppleggið að fjárfestingin sé annað hvort fyrsta fjármögnun félagsins, eða með þeim fyrstu.
Vert er að taka fram að hér er um ramma og almenn viðmið að ræða og mun fjárfestingaráð Nýsköpunarsjóðsins Kríu gera breytingar á viðmiðum eða umsóknarferlinu verði þörf á því.
Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2025 og er sótt um á sérstakri vefslóð
Stefnt er að því að niðurstaða Nýsköpunarsjóðsins Kríu um fjárfestingu í einstökum félögum í þessum áfanga liggi fyrir í lok október 2025.