Fjárfestinga­átak

Fjárfesting í sprotafyrirtækjum sem komin eru stutt á veg í sinni þróun.

Hlutverk Nýsköpunarsjóðsins Kríu (NSK) er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með fjárfestingum í sprotum, styðja við framgang nýsköpunar í samræmi við áherslur stjórnvalda.

Í stefnumótunarvinnu NSK haustið 2022 var lagt mat á fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja og með hvaða hætti Nýsköpunarsjóður gæti orðið sterkara hreyfiafl fyrir nýsköpun á Íslandi. Sjóðurinn leggur áherslu á að fjárfesta í félögum snemma á þróunarferli þeirra og þar sem markaðsbrestur kallar á aðkomu sjóðsins. Sjóðurinn er ekki beint í samkeppni við aðra fjárfesta heldur stuðlar að því að brúa bil sprotafyrirtækja og fjárfesta.

Nýsköpunarsjóður fór í fjárfestingaátak árið 2023 og nú er komið að nýju átaki!

Farið verður í átak haustið 2025 og verður það kynnt fljótlega.

Hér að neðan er umsóknarferlinu og skilyrðum um þátttöku lýst nánar. Vert er að taka fram að hér er um ramma og almenn viðmið að ræða og mun fjárfestingaráð NSK gera breytingar á viðmiðum eða umsóknarferlinu verði þörf á því.

Markmið átaksins

  • Að flýta mótunarskeiði nýsköpunarfélaga og efla stjórnarhætti þeirra
  • NSK vonast eftir umsóknum frá sprotafyrirtækjum alls staðar af landinu
  • Laða samhliða að aðra fjárfesta og efla þar með englafjárfestingar
  • Efla hugvitsgreinar/þekkingariðnað/fjórðu stoðina í íslensku atvinnulífi

Skilyrði fyrir þátttöku

Átakið er hugsað sem fjárfesting snemma í fyrirtækjum sem vinna annað hvort að tæknilegri eða markaðslegri nýsköpun. Hugmyndin þarf að vera vænleg til vaxtar og útflutnings, félagið íslenskt og með starfsemi á Íslandi. Þá er uppleggið að fjárfestingin sé annað hvort fyrsta fjármögnun félagsins, eða með þeim fyrstu.

Áhersla á ung félög á frumstigi. Helstu skilyrði:
  • Að viðskiptahugmynd sé vænleg til vaxtar og útflutnings og byggi á nýsköpun
  • Að til staðar sé raunhæf viðskiptaáætlun
  • Félagið sé starfrækt á Íslandi (ehf) og með íslenska kennitölu
  • Sölutekjur séu áætlaðar innan við 50 m.kr. á árinu 2025 (án styrkja)
  • Fjármögnun til þessa nemi ekki hærri upphæð en 100 m.kr. (án styrkja)
  • Að lágmarki jafnhá mótframlagsfjárfesting einkafjárfesta á sömu kjörum
Til framdráttar (en ekki skilyrði). Það er kostur að: 
  • Hafa hlotið staðfestingu Rannís skv. 5. gr. laga nr. 152/2009.
  • Hafa hlotið styrk frá Tæknisþróunarsjóði eða öðrum á árunum 2020 til 2025.
  • Hafa tekið þátt í viðurkenndum viðskiptahraðli á árunum 2020 – 2025.
  • Lykilteymi félagsins telji blandaðan (kyn) hóp aðila með bakgrunn, reynslu og þekkingu sem nýtist verkefninu

Vert er að taka fram að hér er um ramma og almenn viðmið að ræða og mun fjárfestingaráð Nýsköpunarsjóðsins Kríu gera breytingar á viðmiðum eða umsóknarferlinu verði þörf á því.

Frekari upplýsingar

Mótframlagsfjárfesting

  • Frumskilyrði fyrir fjárfestingu er að félaginu takist að fá að lágmarki jafnhátt framlag frá einkafjárfestum
  • Þegar frágengin fjárfesting s.s. stofnfé telst ekki til mótframlags
  • Mótframlag þarf alltaf að vera á formi fjármuna, þannig getur vinnuframlag eða eftirgjöf skulda ekki talist til mótframlags
  • Það er kostur en ekki skilyrði að félagið hafi þegar tryggt sér vilyrði fyrir fjármögnun þegar það sækir um í átakinu
  • Hafi félag ekki tryggt sér aðkomu fjárfesta þegar það sækir um í átakinu þá hefur það að hámarki sex mánuði til að tryggja sér mótframlagið

Framkvæmd fjárfestingarinnar

  • Fjármögnun á formi skuldabréfs með breytirétti
  • Skuldabréfi skal breytt í hlutafé innan 5 ára frá útgáfu en annars greitt til baka með vöxtum
  • Gengi skuldbreytingar er gengi fyrstu hlutafjáraukningar eftir útgáfu með 20% afslætti
  • Þak verður sett á verðmat (CAP)
  • Skuldabréfin bera 10% vexti sem leggjast árlega við höfuðstól
  • Aðkoma NSK og einkafjárfesta skal vera með sömu kjörum
  • NSK hefur umsjón með og ber kostnað af útgáfu skuldabréfs

Umsóknarferlið

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2025 og er sótt um á sérstakri vefslóð

  • Þar eru settar inn upplýsingar um félagið
  • Myndbandi skilað inn þar sem er kynning á verkefninu og teyminu (hámark 1 mínúta)
  • Glærukynning á pdf formi (max 8 síður) þar sem kemur fram:
    • Hugmyndin: Nýnæmi hugmyndar, sérstaða vörunnar, viðskiptaáætlunin
    • Markaðurinn: Hvert er vandamálið eða þörfin, samkeppnin og stærð markaðarins?
    • Teymið: Hversu öflugt er teymið sem stendur að verkefninu?
    • Stækkun: Hversu auðvelt er að stækka verkefnið umtalsvert (skale-up)?
    • Fjárþörf: Hvað er leitað eftir miklu fjármagni og hvernig á að nýta það?
    • Ársreikningur 2024 og staðfest RSK skráning
    • Hluthafalisti eða líklegur hluthafalisti +
 Í hnotskurn er ferlið eftirfarandi:  
  1. Umsókn send inn fyrir lok umsóknartímans.
  2. Fjárfestingaráð Nýsköpunarsjóðsins Kríu ásamt 3 manna samráðshópi sérfræðinga á sviði nýsköpunar og/eða sprotafyrirtækja leggur mat á innsendar umsóknir.
  3. Völdum félögum verður boðið að koma og kynna félagið, teymið og verkefnið á sérstökum fundi.
  4. Að loknum kynningum eru valin þau verkefni sem skarað hafa fram úr og uppfylla hvað best áherslur átaksins og lagt upp með að bjóða þeim til samninga um fjárfestingu sjóðsins.
  5. Fjárfestingaráð kynnir stjórn sjóðsins niðurstöður í valinu og leggur til fjárfestingu frá Nýsköpunarsjóði á bilinu 20-30 m.kr. á hvert félag.
  6. Að fengnu samþykki stjórnar er svo gengið frá samningum um aðkomu sjóðsins, ef félögin hafa fyrirliggjandi mótframlagsfjárfestingu.

Stefnt er að því að niðurstaða Nýsköpunarsjóðsins Kríu um fjárfestingu í einstökum félögum í þessum áfanga liggi fyrir í lok október 2025.

Eftirfylgni með félögum sem verða valin

  • Krafa um ábyrga stjórnarhætti – svo sem:
    • Einn af þremur stjórnarmönnum er óháður og samþykktur af Nýsköpunarsjóðnum Kríu
    • Starfsmenn sjóðsins verða félögunum til aðstoðar en sitja ekki í stjórnum þeirra
    • Stjórnarfundir í félaginu skulu vera haldnir reglulega
  •  Krafa um reglulega upplýsingamiðlun – svo sem:
    • Þegar sjóðurinn kallar eftir upplýsingum sé orðið við þeirri beiðni
    • Ársreikningi og fundargerð aðalfundar skal skilað fyrir 1. september ár hvert
    • Stöðufundur með NSK eftir þörfum
  •  Krafa um rétt á bæta við eignarhald sjóðsins – svo sem:
    • NSK  mun í einhverjum tilvikum fylgja ákveðnum fyrirtækjum eftir með frekari fjárfestingum en þó aldrei fyrr en 12 mánuðum eftir fyrstu fjármögnun sjóðsins

Ítarefni

Algengar spurningar

Hvert sendi ég fyrirspurnir?

Má mótframlagsfjárfesting einkafjárfesta vera hærri en fjárfesting NSK?

Hvernig skilgreinið þið nýsköpun eða nýnæmi?

Hvernig útfærið þið rétt Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins til að auka við hlut sinn í næstu fjármögnun?

Hvert verður það CAP (þak) sem gilda mun í samningunum?

Hvernig skilgreinið þið teymi?

Í hvaða félögum var fjárfest árið 2023

Hvenær geta umsækjendur sótt um?

Hvernig sæki ég um?

Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.