Edda Lára Lúðvígsdóttir

Fjárfestingastjóri sjóðafjárfestinga

Edda Lára er með 16 ára víðtæka starfsreynslu á fjármálamörkuðum í sjóðstýringu, fjárfestingabankastarfsemi og fjárfestatengslum. Edda Lára starfaði hjá Coca-Cola á Íslandi sem leiðtogi í mannauðsmálum en þar áður sem forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Össuri, sjóðstjóri hjá Gamma Capital Management, verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og lánastjóri á fyrirtækjasviði bankans. Edda Lára situr í stjórn Driftar EA, miðstöðvar frumkvöðla og nýsköpunar. Hún sat áður í stjórnum Dansk Investor Relations Forening í Danmörku, Ölmu íbúðafélags og Smárabyggðar sem er eigandi fasteignaverkefnisins 201 Smári.

Edda Lára er með B.Sc. í viðskiptafræði og M.Sc. í fjármálum fyrirtækja frá HR og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum

Hóf störf hjá Nýsköpunarsjóði
2025
Fyrri störf
Coca-Cola
Össur
Gamma Capital Management
Íslandsbanki
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.