Guðmundur starfar sem framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Sýn. Hann er rekstarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands og er með BSc í viðskiptafræði frá sama skóla. Guðmundur er með umfangsmikla reynslu úr einkageiranum og hefur meðal annars starfað fyrir Lyfju, Vís, 365, Já og Símann. Guðmundur situr í dag í stjórn Íslandsstofu og er varamaður í stjórn Kjarafélags viðskipta- og hagfræðinga.