Guðmundur starfar sem framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina hjá Sýn, þar sem hann ber ábyrgð á mótun og framkvæmd stefnu félagsins í vörustýringu og markaðsmálum, með áherslu á upplifun viðskiptavina. Hann er með BSc gráðu íviðskiptafræði frá Tækniháskóla Íslands og hefur auk þess lokið námi í rekstrarfræði frá sama skóla. Guðmundur hefur áratuga reynslu úr íslensku atvinnulífi og hefur gegnt fjölbreyttum stjórnunarstörfum, meðal annars hjá Lyfju, VÍS, 365, Já og Símanum. Hann er varamaður í stjórn Kjarafélags viðskipta- og hagfræðinga og hefur áður, meðal annars, setið í stjórn Íslandsstofu.