„Aðkoma sjóðsins skapaði okkur traust annarra fjárfesta“

Benedikt Skúlason
forstjóri
Lauf

Fréttir

22
.
November
2024

Nýr forstöðumaður markaðs- og kynningarmála hjá Lauf Cycles

21
.
November
2024

Tulipop semur við Rai á Ítalíu og TF1 í Frakklandi

19
.
November
2024

Af hverju geta hlutir ekki bara alltaf virkað? Viðtal við Ingólf hjá Mýsköpun

Eignasafn

Nýsköpunar­sjóður atvinnulífsins

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er fjárfestingarsjóður sem tekur virkan þátt í þróun og vexti íslensks atvinnulífs með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur að leiðarljósi að fjárfesta í fyrirtækjum þar sem vænta má virðisauka og arðsemi af starfseminni fyrir íslenskt samfélag og góðrar ávöxtunar fyrir sjóðinn.
Hagnaði Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins af sölu eignarhluta hans er fyrst og fremst varið til nýrra fjárfestinga í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum og til að fylgja eftir þeim félögum í eignasafni sem eru á vaxtarskeiði.
Meira um sjóðinn

25 ár og 200 fyrirtæki

Hlutverk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þá veitir sjóðurinn lán samhliða kaupum á eignarhlutum. Í starfsemi sinni tekur Nýsköpunarsjóður mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs. Þá er sjóðnum heimilt að leita samstarfs við aðra aðila á sviði áhættufjármögnunar.

Sígrænn og sjálfbær

Nýsköpunarsjóður er sígrænn fjárfestingarsjóður, en það merkir að sjóðurinn er sjálfbær og sala eigna stendur undir bæði rekstri og nýjum fjárfestingum.

Fjárfest fyrir 25 milljarða

Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir allt að 25 milljarða króna á núvirði í fyrirtækjum og verið öðrum fjárfestum hvatning til þátttöku í þeim.

Öflug félög hafa orðið til

Mörg stór og öflug félög sóttu sýna fyrstu fjármögnun til sjóðsins.

Gott eigna- og lánasafn

Um 35 félög eru í dag í eigna- og lánasafni Nýsköpunarsjóðs sem tekur virkan þátt í þróun þeirra.

Brúar bilið til annarra sjóða

Sjóðurinn er ekki í samkeppni við aðra sjóði um fjárfestingu heldur stuðlar því að brúa bilið þar til aðrir sjóðir eru líklegir til að fjárfesta.

Hlutverk og gildi sjóðsins

Hlutverk Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingum í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Þá veitir sjóðurinn lán samhliða kaupum á eignarhlutum. Í starfsemi sinni tekur Nýsköpunarsjóður mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs. Þá er sjóðnum heimilt að leita samstarfs við aðra aðila á sviði áhættufjármögnunar.
Gildi Nýsköpunarsjóðsins eru ábyrgð, samstarf og framsýni. Nýsköpunarsjóður leggur áherslu á ábyrga fjárfestingarstefnu og fagleg vinnubrögð, gott samstarf við eignasafnið, stoðumhverfi nýsköpunar og fjárfesta og vill með framsýni stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs.

Ferlið

1

Fundur

2

Skoðun

3

Ákvörðun

4

Úttekt

5

Fjárfesting

6

Eftirfylgni

7

Útganga

Aðild

Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.