Valdimar Halldórsson er með um 20 ára starfsreynslu bæði á fjármálamörkuðum og rekstri.
Valdimar hefur verið sjálfstætt starfandi sem ráðgjafi og stjórnarmaður undanfarin fjögur ár og sat m.a. í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og í nokkrum sprotafyrirtækjum á vegum sjóðsins. Hann hefur góða reynslu af stjórnarsetu m.a. hjá Stapa líeyrissjóði, Orkuveitu Húsavíkur, ISAVIA og var stjórnarformaður Fríhafnarinnar. Valdimar starfaði sem framkvæmdastjóri Norðursiglingar hf., og Hvalasafnsins á Húsavík, í fyrirtækjaráðgjöf HF Verðbréfa og Marko partners, sem aðstoðarmaður atvinnuvegaráðherra, í greiningardeild Íslandsbanka og hjá Þjóðhagsstofnun.
Valdimar er með B.A. gráðu í hagfræði frá HÍ og University of Oslo í Noregi og M.Sc. í viðskiptafræði frá HÍ.