Heilsu Kría

Heilsu Kría er fjárfestingaframtak Nýsköpunarsjóðsins Kríu (NSK) þar sem tilgangurinn er að efla nýsköpun í heilbrigðisþjónustu á Íslandi með beinum fjárfestingum í sprotafyrirtækjum á hugmynda- og klakstigi.

Heilsu Kríu er ætlað að fjárfesta í sprotafyrirtækjum þar sem áherslan verður á fyrirtæki sem hafa þróun heilbrigðistengdra lausna við þekktum vandamálum að meginstarfsemi. Heilsu Kría beinir sjónum sínum að verkefnum sem tengjast heilbrigðisþjónustu, heilbrigðistækni, stafrænum lausnum, greiningartækni, líftækni og öðrum lausnum sem stuðlað geta að bættri meðferð sjúkdóma, skilvirkari þjónustu eða auknu öryggi sjúklinga og starfsfólks.

Kynningarfundur um Heilsu Kríu

  • Haldinn verður kynningarfundur á Teams þann 8. janúar næstkomandi milli klukkan 12:00 og 12:30
  • Þar gefst viðstöddum tækifæri á að kynna sér betur Heilsu Kríu og varpa fram spurningum
  • Hægt er að skrá sig á kynningarfundinn hér.

Áhersla Heilsu Kríu verður á:

  • stafræna heilbrigðistækni og ferlabætandi hugbúnaðarlausnir
  • lausnir sem styðja fjarheilbrigðisþjónustu og heilsumótun
  • gagnadrifnar lausnir og greiningartækni með virðingu fyrir persónuvernd
  • búnað og tækni sem bætir gæði eða aðgengi þjónustu
  • lausnir sem styðja sjálfbærni og betri nýtingu mannauðs í kerfinu

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Heilsu Kríu en alls verður varið 300 milljónum króna til verkefnisins.

Smelltu hér til að sækja um í Heilsu Kríu

Form fjárfestinga

Með stuðningi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins (MNH) hefur Heilsu Kría til umráða 300 milljónir króna til fjárfestinga.

Viðmiðunarfjárhæð einstakra fjárfestinga er um 50–70 milljónir króna.

  • Ófrávikjanlegt skilyrði Heilsu Kríu er jafnhátt eða hærra mótframlag
  • Staðfesting á mótframlagi verður að liggja fyrir eigi síðar en þremur mánuðum frá samþykki stjórnar NSK
  • Fjárfesting NSK er skuldabréf sem ber 10% vexti með breytirétti til 3ja ára með mögulega 2 ára framlengingu. Breytiréttur skuldabréfsins er gengi næsta hlutabréfútboðs með 20% afslætti. Hámark verðmats við skuldbreytingu er 500 milljónir króna. Uppgreiðsla er heimil hvenær sem er á lánstímanum
  • Á lánstímabilinu hefur NSK ekki virka aðkomu að félaginu en gerir kröfu um óháðan stjórnarmann, góða stjórnarhætti og reglulega upplýsingagjöf sem og boð á hluthafafundi

Fagráð

Fagráð fer yfir allar umsóknir sem sendar eru inn í Heilsu Kríu og leggur mat á þær umsóknir sem berast í samræmi við fjárfestingastefnu NSK

Fagráð skipar:

  • Hrönn Greipsdóttir, forstjóri NSK
  • Ragnhildur Jónsdóttir, forstöðumaður mannauðs, menningar og skipulagsþróunar hjá Sidekick Health
  • Sveinbjörn Ingi Grímsson, hjá nýsköpunar- og viðskiptaþróunarsviði Ríkiskaupa
  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, lyfjafræðingur og englafjárfestir
  • Sigurður Þórarinsson, forstöðumaður stafrænnar heilsu

Umsóknarferlið

Veita þarf upplýsingar um: 
  • Félagið og tengilið þess
  • Stutta lýsingu á verkefninu sem um ræðir
  • Upphæð fjárfestingar sem sótt er um
  • Hvort mótframlag liggi fyrir og ef svo þá frá hverjum
  • Sölutekjur fyrirtæksins á síðasta ári
  • Hvort umsækjandi hafi hlotið staðfestingu Rannís eða styrk frá Tækniþróunarsjóði
  • Hvort félagið hafi hlotið aðra styrki og þá frá hverjum og hvenær
Fylgiskjöl
  • Glærukynning á pdf formi (max 10 síður) þar sem kemur fram:
    • Hugmyndin: Nýnæmi hugmyndar, sérstaða vörunnar, viðskiptaáætlunin
    • Markaðurinn: Hvert er vandamálið eða þörfin og stærð markaðarins?
    • Teymið: Kynning á teyminu þ.e. starfsfólk, stjórn og mögulegir ráðgjafar.
    • Stækkun: Hversu auðvelt er að stækka verkefnið og sækja fram á erlendri grundu?  
    • Fjárhagsáætlun: Rauntölur síðasta árs og áætlun til næstu 3-5 ára.
    • Fjárþörf: Hvað er óskað eftir miklu fjármagni og hvernig á að nýta það?
  • Kynningarmyndband: Myndband sem kynnir verkenfið og teymið
  • Fjárhagsáæ´tlun
  • Vilyrðisgögn vegna mótframlags ef það liggur fyrir
  • Hluthafalisti félagsins
  • Nýjasti ársreikningur félagsins
  • Staðfest RSK skráning
Í hnotskurn er ferlið eftirfarandi:  
  1. Umsókn send inn.
  2. Fagráð fer yfir umsókn
  3. Völdum félögum verður boðið að koma og kynna félagið, teymið og verkefnið á sérstökum fundi.
  4. Stjórn NSK kynnt valin verkefni
  5. Að fengnu samþykki stjórnar er svo gengið frá samningum um aðkomu sjóðsins, ef félögin hafa fyrirliggjandi mótframlagsfjárfestingu.

Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.