Form fjárfestinga
Með stuðningi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins (MNH) hefur Heilsu Kría til umráða 300 milljónir króna til fjárfestinga.
Viðmiðunarfjárhæð einstakra fjárfestinga er um 50–70 milljónir króna.
- Ófrávikjanlegt skilyrði Heilsu Kríu er jafnhátt eða hærra mótframlag
- Staðfesting á mótframlagi verður að liggja fyrir eigi síðar en þremur mánuðum frá samþykki stjórnar NSK
- Fjárfesting NSK er skuldabréf sem ber 10% vexti með breytirétti til 3ja ára með mögulega 2 ára framlengingu. Breytiréttur skuldabréfsins er gengi næsta hlutabréfútboðs með 20% afslætti. Hámark verðmats við skuldbreytingu er 500 milljónir króna. Uppgreiðsla er heimil hvenær sem er á lánstímanum
- Á lánstímabilinu hefur NSK ekki virka aðkomu að félaginu en gerir kröfu um óháðan stjórnarmann, góða stjórnarhætti og reglulega upplýsingagjöf sem og boð á hluthafafundi
Fagráð
Fagráð fer yfir allar umsóknir sem sendar eru inn í Heilsu Kríu og leggur mat á þær umsóknir sem berast í samræmi við fjárfestingastefnu NSK
Fagráð skipar:
- Hrönn Greipsdóttir, forstjóri NSK
- Ragnhildur Jónsdóttir, forstöðumaður mannauðs, menningar og skipulagsþróunar hjá Sidekick Health
- Sveinbjörn Ingi Grímsson, hjá nýsköpunar- og viðskiptaþróunarsviði Ríkiskaupa
- Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, lyfjafræðingur og englafjárfestir
- Sigurður Þórarinsson, forstöðumaður stafrænnar heilsu