2
.
September
2025

Startup SuperNova í heimsókn til Nýsköpunarsjóðsins Kríu

Edda Lára Lúðvígsdóttir, fjárfestingastjóri sjóðafjárfestinga hjá NSK

Þau níu teymi sem valin voru í viðskiptahraðalinn Startup SuperNova sem Klak stýrir,  voru á vinnustofu í Nýsköpunarsjóði í dag, 2. september.

Teymin fengu kynningu á Nýsköpunarsjóðnum Kríu frá Eddu Láru Lúðvígsdóttur, fjárfestingastjóri sjóðafjárfestinga. Í kjölfar hennar fylgdi Ingvar Ásmundsson lögfræðingur hjá Juris og var með vinnustofu fyrir hópinn. Þau skelltu sér svo upp á næstu hæð þar sem starfsfólk Frumtaks tók vel á móti þeim og sagði þeim frá sjóðnum. Því næst tók við hádegisverður með stofnanda (e. Founders Lunch) þar sem Finnur Pind stofnandi Treble sagði frá sinni reynslu. Ragnheiður H. Magnúsdóttir, hjá Nordic Ignite mætti svo og ræddi við hópinn um englafjárfestingar og að lokum var farið yfir markaðsmál með Dale Shepard hjá Trinity Hawk.  

Startup SuperNova er samstarfsverkefni KLAK - Icelandic Startups, Nova og Huawei þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði. Hraðallinn hófst 5. ágúst síðastliðinn og lýkur með fjárfestadegi 19. september næstkomandi.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.