9
.
December
2025

Nýsköpunarsjóður selur hlut sinn í Tyme Wear

Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) hefur nýverið gengið frá sölu á hlutabréfum sínum í tæknifyrirtækinu Tyme Wear Inc. til hóps öflugra fjárfesta. Viðskiptin fóru fram með milligöngu Arena Wealth Management.

Tyme Wear var stofnað af Arnari Lárussyni og framleiðir VitalPro öndunar- og hjartsláttarmælingarbúnað. Búnaðurinn sérsníður æfingaálag og er notaður af helstu afreksíþróttamönnum heims. Sem dæmi um þá sem notað hafa búnað Tyme Wear má nefna atvinnuhjólreiðaliðið Visma Lease a Bike sem hefur sigrað Tour de France tvisvar, Norska Ólympíusambandið og Kilian Jornet, einn frægasta utanvegahlaupara heims, auk fjölmargra áhuga- og atvinnuíþróttamanna víðs vegar um heiminn.

Hrönn Greipsdóttir forstjóri NSK:

„Time Wear hefur verið í eignasafni NSK síðan 2020 og er nú komið það langt á vegferð sinni að við því taka öflugir fjárfestar sem mun fylgja félaginu inn næsta vaxtarskeið þess. Við óskum félaginu velfarnaðar í framtíðinni.“

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.