
Nýsköpunarfyrirtækið Hefring Marine, sem hefur þróað og markaðssett snjallsiglingakerfi sem nýtir rauntímagögn til að bæta öryggi, eldsneytisnýtingu og rekstur báta og smærri skipa, hlaut nýverið Nýsköpunarverðlaun Íslands 2025. Karl Birgir, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, var af því tilefni í svipmynd í Morgunblaðinu í gær, 5. nóvember.
Karl var spurður ýmissa spurninga er varðar fyrirtækið og rekstur svo sem hvaða ákvörðun í starfi hafi reynst honum best, hver sé mikilvægasta venja hans sem stjórnanda, hvernig hann nálgast stefnumótun og langtímamarkmið og fleira. Að auki var hann spurður um fyrri reynslu, áhugamál, fjölskylduhagi og ýmislegt annað.
Hér má lesa viðtalið í heild sinni