
Íris E. Gísladóttir og Mathieu Grettir Skúlason, stofnendur Evolytes, dvelja þessi misserin í París ásamt börnum sínum tveimur, þeim Evu 13 ára og Eric 4 ára. Evolytes er stærðfræðileikur sem hefur verið innleiddur í mörgum íslenskum grunnskólum. Nú eru þau að breiða leikinn út um heiminn og þar sem stærstu vaxtarmarkaðir þeirra eru á Indlandi og í Suður-Ameríku ákváðu þau að hreiðra um sig í París til að einfalda linnulítið flakk þeirra á milli heimsálfa og stytta þannig fjarveru frá börnunum tveimur.
Í þættinum Hvar er best að búa? er fjallað um ai Írisi og Mathieu og fjölskyldu þeirra. Lóa Pind Aldísardóttir og Ívar Kristján Ívarsson myndatökumaður hjá Sýn heimsóttu parið í París í haust og svo aftur þegar þau fóru í vinnuferð til Chile í desember í skóla þar sem stærðfræðileikurinn Evolytes hefur verið í prufukeyrslu um hríð.
Hægt er að lesa grein um þáttinn á Vísi og þáttinn í streymsiveitunni Sýn+.
Evolytes var stofnað árið 2017 og kom inn í eignasafn Nýsköpunarsjóðsins Kríu árið 2021.