15
.
December
2025

Hrönn Greipsdóttir hélt gestafyrirlestur í áfanganum Nýsköpun og viðskiptaþróun

Hrönn Greipsdóttir, forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu, hélt nýverið gestafyrirlestur í áfanganum Nýsköpun og viðskiptaþróun, í MBA námi Háskóla Íslands, sem er í umsjón dr. Ástu Dísar Óladóttur.

Hrönn kynnti fjárfestingar sjóðsins í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum og ræddi hvað þarf til að sannfæra fjárfestinganefndir: Hvað skiptir mestu máli í góðri kynningu, hvaða algengu mistök teymi gera og hvernig má forðast þau.

Hrönn fór jafnframt yfir mikilvægt hlutverk Nýsköpunarsjóðsins Kríu við að byggja upp og styrkja íslenskt atvinnulíf með fjárfestingum í sprotum, í takt við áherslur stjórnvalda.

Líflegar umræður sköpuðust um stjórnarhætti, undirbúning fjárfestingarráða og átak sjóðsins sem miðar að því að flýta mótunarskeiði nýsköpunarfélaga og efla fagmennsku í stjórnum þeirra.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.