Hrönn Greipsdóttir, forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu, var viðtal í Dagmáli hjá mbl.is í vikunni. Þar ræddu hún við Magdalenu Torfadóttur, blaðamann, um ýmislegt er viðkemur nýsköpunarsjóðnum Kríu og fjárfestingum í nýsköpun.
Hrönn ræddi meðal annars um:
- Mikilvægi þess að fjárfest sé á frumstigi félaga í nýsköpun
- Fjárfestingaátakið Frumsjóður 25 þar sem 88 félög sóttu um fjárfestingu en gert er ráð fyrir að fjárfesta í 10-12 félögum
- Hvernig englafjárfestingum hefur fjölgað á Íslandi m.a. með tilkomu Iceban sem eru samtök íslenskra englafjárfesta
- Fjármögnunarumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum og víðar
- Hvernig gervigreindin er allt um lykjandi í nýjum verkefnum
Áskrifendur Morgunblaðsins geta hlustað á viðtalið í heild sinni hér.