16
.
January
2026

Heimdallur frá Hefing Marine kemst í tæknihraðal NATO

Karl Birgir Björnsson er framkvæmdastjóri Hefring Marine. Mynd tekin frá mbl.is - ljósmyndari Karítas

Hátæknifyrirtækið Hefring Marine komst í gegnum nálarauga NATO með nýrri lausn fyrir eftirlit á hafi en fyrirtækið tekur brátt þátt í tæknihraðlinum DIANA sem haldinn er nú í janúar í Cove í Kanada.

Lausnin sem vakti athygli NATO kallast Heimdallur og felst í nýrri nálgun á vöktun skipa sem reyna að dyljast með því að slökkva á sendum, eða sigla jafnvel undir fölsku flaggi með því að skrá vísvitandi rangar upplýsingar um skipið. Mun þetta vera gerlegt með því að nýta gögn skipaflotans sem er öllum stundum í kringum Ísland og þannig efla eftirlit hafsvæða.

Hefring Marine var stofnað árið 2018 og kom fyrst inn í eignasafn Nýsköpunarsjóðsins Kríu árið 2019.

Lesa má nánar um málið á bls.11 í Morgunblaðinu i dag og í Mogga-appinu

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.