13
.
October
2025

Evolytes í landsátaki í stærðfræði

Í haust var hleypt af stokkunum nýju landsátaki í stærðfræði í samstarfi við Evolytes, og hafa nær allir skólar landsins — um 95% þeirra — tekið þátt í verkefninu.

Markmið átaksins er að bæta námsárangur í stærðfræði meðal íslenskra barna, efla jákvæð viðhorf til stærðfræði og veita kennurum rauntímaupplýsingar um framvindu nemenda. Þannig fá kennarar tækifæri til að veita snemmtækan og markvissan stuðning þar sem hans er mest þörf.

Verkefnið er unnið með stuðningi Andvara, sem tryggir að allir skólar landsins geti tekið þátt. Þetta er öflugt dæmi um hvernig landsbundið samstarf getur umbreytt menntun og skapað varanleg samfélagsleg áhrif.

Aðeins fáeinum vikum eftir að átakið hófst greindu kennarar um allt land þegar frá jákvæðum breytingum á því hvernig nemendur nálgast stærðfræði.

Evolytes hefur þróað heildstætt námskerfi sem kennir stærðfræði á árangursríkan og skemmtilegan hátt í gegnum námsleik fyrir spjaldtölvur, námsbækur og upplýsingakerfi fyrir kennara og foreldra. Að baki kerfinu liggja margra ára þverfaglegar rannsóknir sem sýna að börn geta með þessum hætti lært hraðar og með betri árangri en með hefðbundnum kennsluaðferðum. Evolytes-leikurinn stendur jafnfætis því afþreyingarefni sem börn sækjast gjarnan í og gerir stærðfræðinám bæði áhugavert og skemmtilegt.

Evolytes var stofnað árið 2017 og hefur verið í eignasafni Nýsköpunarsjóðsins Kríu frá árinu 2021

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.