Mýsköpun

Mýsköpun ehf. er sprotafyrirtæki í líftækni sem sérhæfir sig í ræktun örþörunga úr stofni sem fannst í Mývatni og framleiða úr þeim próteinríkar afurðir. Örþörungar eru heilsueflandi fæðubótarefni sem er ríkt bæði af bæði steinefnum og andoxunarefnum. Ræktunin byggist á ljóstillífun við gott hitastig og því er horft til þessa að staðsetning framleiðslunnar verði við jarðvarmavirkjunina í Bjarnarflagi í Mývatnssveit. Í fyrsta áfanga í uppbyggingu á starfseminni verður komið upp framleiðslu á bæði Spirulina og Chlorella þörungum í svokölluðum smáskala, þ.e. um 100 til 200 kg. á ári. Þegar stöðugleiki hefur náðst í framleiðsluna verður hafist handa við undirbúning að stækkun framleiðslunnar með verulegri fjárfestingu í húsnæði og tækjum. Markmiðið til lengri tíma litið er að framleiða um 100 tonna af þörungum á ári. Upphafsmaður Mýsköpunar er prófessor Hjörleifur Einarsson en teymi á hans vegum vann að rannsóknum og þróun þörung í Mývatni.
Mýsköpun
Stofnað
2013
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
2023
Útganga
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.