Hefring Marine

Getur minnkað eldsneytis- og kolefnislosun um allt að 25%

Hefring ehf. var stofnað til að þróa leiðbeinandi siglingakerfi, Hefring Marine, fyrir báta og smærri skip. Leiðbeinandi hluti kerfisins, HM Captain, er hannaður þannig að sigling báts byggi á leiðbeinandi hámarkshraða sem tekur tillit til sjó- og veðurlags í rauntíma á gagnvirkan hátt. Með því að fylgja leiðbeinandi hámarkshraða getur skipstjóri dregið verulega úr líkum á slysum sem og viðhaldskostnaði sem hlýst getur af ölduhöggum vegna álags sem þau valda á bát og búnað. Upplýsingum sem safnað er á meðan á siglingu stendur, svo sem raunhraða, leiðbeinandi hámarkshraða, fjölda og mæligildi ölduhögga yfir hættumörkum ásamt upplýsingum um veður eru svo vistaðar í hinum hluta kerfisins, flotastjórnarkerfinu HM Admin. Karl Birgir Björnsson, Magnús Þór Jónsson og Björn Jónsson stofnuðu Hefring ehf. en bakgrunnur þeirra er meðal annars úr rannsóknum í verkfræði, hönnun, sölu- og markaðssetningu á bátum á alþjóðlegum markaði.
hefringmarine.com
Stofnað
2018
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
2019
Útganga
Aðkoma Nýsköpunarsjóðs færði þetta frá frumgerðarstigi í að vera trúverðulegt verkefni
Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Hefring Marine
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.