Flow

Hugleiðsla með hjálp sýndarveruleika

Hugbúnaðarfyrirtækið Flow býr til hugleiðsluhugbúnað fyrir bæði sýndarveruleika og snjallsíma. Hugmyndin er að fólk geti, með hjálp snjallforritsins, hugleitt hvar sem er og hvenær sem er. Það getur verið á skrifstofu, á flugvelli, á spítala, hvar sem er. Í gegnum sýndarveruleikagleraugu getur notandinn fengið 360 gráðu lifandi myndefni úr náttúrunni t.a.m. Snæfellsnesi, Þórsmörk eða Þingvöllum. Við hina myndrænu upplifun bætist svo hljóð með tónlist frá Sigur Rós, Jónsa & Alex, Pétri Jónssyni og GusGus svo eitthvað sé nefnt. Samspil mynd og hljóðrænnar upplifunar veitir samstundis hugarró. Forritið gerir fólki þannig kleift að komast í hugleiðsluástand á örskotsstundu. Þótt forritið sé hugsað fyrir alla, hefur fyrirtækið lagt sérstaka áherslu á að markaðssetja til annarra fyrirtækja.
Flow.is
Stofnað
2016
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
2021
Útganga
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.