Ankeri

Heildarfloti - Yfirsýn fyrir alla

Ankeri starfar á alþjóðlegum skipamarkaði, sem er ábyrgur fyrir um 90% af öllum vöruflutningum heimsins. Ankeri er hugbúnaðarfyrirtæki sem býr til skýjalausn fyrir skipaeigendur og leigjendur flutningaskipa sem gerir þeim kleift að deila á milli sín gögnum. Markmið Ankeri að verða fyrsta fyrirtækið á markaði til að tengja saman hagsmuni eigenda og leigjenda skipa með bættri upplýsingagjöf, betri orkunýtingu og minni útblæstri skipaflotans. Þannig verður búinn til vettvangur, sem viðurkenndur er á alþjóðavísu, þar sem upplýsingum um hagkvæmni skipa er safnað saman og þær tengdar við frammistöðuábyrgðir í þeim samningum sem gilda milli eigenda og leigjenda skipa. Eigendur skipa geta því markaðsett þau út frá rekstrarhagkvæmni og leigjendur valið skip út frá viðurkenndum upplýsingum um getu, rekstur, umhverfisáhrif og fleiri þætti. Félagið Ankeri Solutions ehf. var stofnað af Leifi Kristjánssyni og Kristni Aspelund, sem saman hafa áratuga reynslu af markaðssetningu, hönnun og framleiðslu á hugbúnaðartækni í skiparekstri.
ankeri.net
Stofnað
2016
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
2018
Útganga
Nýsköpunarsjóður gerði okkur kleift að stækka þróunarteymið okkar og koma vörunni hraðar út á markað
Kristinn Aspelund, framkvæmdastjóri Ankeri Solutions
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.