29
.
March
2023

Viðtal við Frey Friðfinnsson, alþjóðafulltrúa hjá KLAK, um VC Challenge námskeiðið

Freyr Friðfinnson alþjóðafulltrúi hjá KLAK - mynd frá visir.is

Freyr Friðfinnsson, alþjóðafulltrúi hjá KLAK segir í viðtali á Visir.is: „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta.

Viðtalið snýr að samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. Atvinnulífið á Vísir fjallar um VC Challenge námskeiðið en að því stendur KLAK ásamt Startup Norway, Helsinki Partners, Canute og Nordic Node. Meðal bakhjarla verkefnisins er sjóðurinn Kría sem er í eigu íslenska ríkisins og hefur það hlutverk að fjárfesta í vísisjóðum.

Viðtalið í heild sinni má lesa á Visir.is

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.