24
.
May
2024

Velheppnuð Nýsköpunarvika að baki

Iceland Innovation Week var haldin í Reykjavík dagana 13. til 16. maí síðastliðinn. Um 3.000 manns sóttu í kringum 700 viðburði vikunnar og kenndi þar ýmissa grasa.  Að þessu sinni fór aðaldagskráin fram í Kolaportinu og Hafnartorgi auk þess sem hliðarviðburðir út um allan bæ voru vel sóttir.

Nýsköpunarsjóður tók að sjálfsögðu þátt í Nýsköpunarvikunni og þar á meðal með viðburðunum „Investor Playground“ með Nordic Ignite og „Intellectual property rights: From idea to commercial success!“ með Nýsköpunarnefnd FKA, félagi kvenna í atvinnulífinu og HØIBERG.

Við viljum óska þeim Eddu Konráðsdóttur og Melkorku Sigríði Magnúsdóttur, stofnendum Nýsköpunarvikunnar, innilega til hamingju með stórkostlega viku og hlökkum til að taka þátt í henni á næsta ári.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.