22
.
August
2025

Startup Landið - nýr viðskiptahraðall

Startup Landið er nýr, sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum í landsbyggðunum. Hraðallinn, sem haldinn er í samstarfi allra landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins, hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði þann 30. október, þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.

Startup Landið hefur nú opnað fyrir umsóknir og mun hann veita þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun, svo eitthvað sé nefnt. Markmið viðskiptahraðalsins er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna í landsbyggðunum, hvort sem þau eru unnin af einstaklingum, sprotafyrirtækjum eða innan rótgróinna fyrirtækja.

Hvað býður hraðallinn upp á?

- Aðgang að reynslumiklum leiðbeinendum, frumkvöðlum og fjárfestu

- Vinnustofur og fræðslufundi

- Tækifæri til að byggja upp öflugt tengslanet í öllum landshlutum

- Tvær staðbundnar vinnustofur með þátttöku allra teyma

- Mestu leyti rafrænt fyrirkomulag sem hentar þátttakendum um allt land

Hverjir geta sótt um?

Startup Landið er sniðið að frumkvöðlum, sprotafyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum í landsbyggðunum, sem vilja þróa hugmynd sína og/eða verkefni sitt áfram með stuðningi sérfræðinga og tengslanets.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til og með  31. ágúst. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má finna hér.

Startup Landið er samstarfsverkefni landshlutasamtakanna: SSNV, SSNE, Vestfjarðastofu, Austurbrúar, SASS, SSS og SSV.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.