26
.
June
2024

Stærsti ráðningarvettvangur Norðurlandanna kominn til Íslands!

The Hub, thehub.io, sem er stærsti ráðningarvettvangur (e. hiring platform) á Norðurlöndum fyrir sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki í vexti (e. scaleup) er búinn að opna fyrir Ísland.

The Hub er með yfir 150.000 virka notendur á mánuði, yfir 1000 starfsauglýsingar og 30.000 umsóknir fara þar í gegn á mánuði hverjum. Hvert starf er að fá um þrjátíu umsóknir að meðaltali en byrjunarstörf (e. entry level jobs) eru oft að fá yfir hundrað umsóknir.

Það kostar ekkert að setja inn auglýsingar fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki á síðuna og því tilvalið tækifæri fyrir þau að nýta sér þennan ráðningarvettvang. Það er hægt að borga síðan fyrir aukaþjónustu ef þess ber undir.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.