24
.
March
2024

Örn Viðar lætur af störfum hjá Nýsköpunarsjóði

Örn Viðar Skúlason sem gegnt hefur starfi fjárfestingastjóra hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins undanfarin sjö ár hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Þórkötlu ehf.  

„Það er mikill missir af Erni og allri hans reynslu og þekkingu. Hann er vel kynntur og hefur komið að fjárfestingu og stjórnarsetu í mörgum nýsköpunarfyrirtækjum. Við hjá Nýsköpunarsjóði óskum honum velfarnaðar í nýju starfi og vitum með vissu að kraftar hans munu nýtast þar til góðs í brýnu verkefni sem Þórkötlu ehf.er ætlað að sinna.  Örn mun sinna og fylgja eftir nokkrum verkefnum hjá Nýsköpunarsjóði þar til ráðið verður í starf hans,“ segir Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.