Drift EA hefur opnað fyrir umsóknir í Slipptökuna (e. Test Drive) 2025. Slipptakan er vettvangur fyrir frumkvöðla og hugmyndasmiði sem vilja komast á næsta stig með verkefnið sitt. Þau fá þar tíma og rými til að skerpa, prófa og þróa hugmynd sem hefur þegar fengið mótun t.d. í viðskiptahraðli eða frumkvöðlaprógrammi. Þátttakendur og frumkvöðlar munu fá leiðsögn sérfræðinga, þjálfun í framkomu og þróun viðskiptahugmynda.
Í Slipptökunni felast vinnustofur fyrir frumkvöðla og teymi með hugmyndir og endar svo á formlegri kynningu verkefnanna þar sem valin verkefni komast áfram í Hlunninn. Í Slipptökunni er um að ræða þrjár stefnumótandi vinnustofur, aðstoð við þróun viðskiptalíkans og áætlana, kynning og fagleg endurgjöf frá jafningjum og sérfræðingum, persónuleg leiðsögn aðlöguð að hverri hugmynd og aðgangur að öflugu frumkvöðlasamfélagi. Aðeins þau verkefni sem taka þátt í Slipptökunni komast áfram í Hlunninn sem er ársprógramm Drift EA með fjármagni, ráðgjöf og aðstöðu.
Taktu hugmyndina þína á fulla siglingu með DriftEA, umsóknarfrestur er til 26. maí. Sjá nánar á www.driftea.is
Drift EA er miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar staðsett á Akureyri við Ráðhústorg og byggir á sænskri fyrirmynd sem hefur vakið athygli fyrir árangursríkt stuðningsumhverfi fyrir sprotafyrirtæki og samfélagsverkefni.