Nýsköpunarvikan - Iceland Innovation Week - fer fram í Reykjavík dagana 12.-16. maí. Aðaldagskrá vikunnar er í Kolaportinu dagana 14. og 15. maí, en auk þess er sérstök dagskrá bæði fyrir fjárfesta og frumkvöðla þann 13. maí. Alla vikuna verða síðan fjölbreyttir hliðarviðburðir víðs vegar um borgina sem skipulagðir eru af fyrirtækjum og stofnunum. Sjá dagskrá vikunnar.
Nýsköpunarsjóðurinn Kría er einn bakhjarla Iceland Innovation Week og sér auk þess um ákveðna viðburði í samstarfi við önnur félög sem við viljum sérstaklega benda á:
Investors & Founders Talk - Practical Information: Kría & FKA – viðburður sem Nýsköpunarsjóðurinn Kría heldur í samstarfi við FKA, félag kvenna í atvinnulífinu. Viðburðinn er haldinn þriðjudaginn 13. maí milli klukkan 13:00 og 15:00 í Íslandsstofu. Þar verður farið er yfir hvernig nýsköpunarfyrirtæki geta fengið fjárfestingu og hvað fjárfestar vilja vita. Reynslusögur sem og hví kvenkyns frumkvöðlar fá síður fjárfestingu en karlkyns frumkvöðlar. Viðburðurinn er opinn fyrir gesti Nýsköpunarvikunnar.
Darts & Deals – Happy Hour sem haldinn er miðvikudaginn, 14. maí milli klukkan 16:30 og 18:30 á Skor í samstarfi við Nordic Ignite. Þar leiða frumkvöðlar og fjárfestar saman hesta sína í skemmtilegri veislu og pílukasti. Boðið er sérstaklega til þessa viðburðar.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á Nýsköpunarvikunni.