28
.
August
2025

Nýsköpunarumhverfið er rétt að ná flugi

Ragnheiður H. Magnúsdóttir - ljósmynd Silla Páls

Það er ekki tími til að slaka á - nýsköpunarumhverfið er rétt að ná flugi nefnist pistill Ragnheiðar H. Magnúsdóttur í Nordic Ignite sem Viðskiptablaðið birti 27. ágúst síðastliðinn.

Ragnheiður byrjar pistilinn á að impra á því að í umræðunni heyrum við æ oftar að nú sé búið að „dæla í nýsköpun“ – að nægur tími og peningar hafi farið í að styðja við frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki á undanförnum árum. En þessi sýn er ekki í takt við veruleikann. Við erum ekki komin á endastöð – við erum rétt að ná flugi og rétt er að halda því til haga að peningurinn sem hefur verið settur í nýsköpun síðustu ár hefur komið margfalt til baka í þjóðarbúið í formi launaskatta og erlendra tekna.

Nýlega stóð hún fyrir óformlegri könnun meðal frumkvöðla og aðila í nýsköpunarumhverfinu sem sýnir svart á hvítu hvar þarf að gera betur, eftirfarandi eru þau atriði sem skoruðu hæst:

  • Fjármögnun á fyrstu stigum (pre-seed) – 27%
  • Hraðari og fyrirsjáanlegri afgreiðslu á endurgreiðslum vegna rannsókna og þróunarkostnaðar – 24%
  • Sterkari tengingar við erlenda markaði og fjárfesta – 14%

‍Í pistlinum fer Ragnheiður svo dýpra ofan í hvert og eitt atriði en hægt er að lesa pistilinn í heild sinni hér.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.