Það er ekki tími til að slaka á - nýsköpunarumhverfið er rétt að ná flugi nefnist pistill Ragnheiðar H. Magnúsdóttur í Nordic Ignite sem Viðskiptablaðið birti 27. ágúst síðastliðinn.
Ragnheiður byrjar pistilinn á að impra á því að í umræðunni heyrum við æ oftar að nú sé búið að „dæla í nýsköpun“ – að nægur tími og peningar hafi farið í að styðja við frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki á undanförnum árum. En þessi sýn er ekki í takt við veruleikann. Við erum ekki komin á endastöð – við erum rétt að ná flugi og rétt er að halda því til haga að peningurinn sem hefur verið settur í nýsköpun síðustu ár hefur komið margfalt til baka í þjóðarbúið í formi launaskatta og erlendra tekna.
Nýlega stóð hún fyrir óformlegri könnun meðal frumkvöðla og aðila í nýsköpunarumhverfinu sem sýnir svart á hvítu hvar þarf að gera betur, eftirfarandi eru þau atriði sem skoruðu hæst:
Í pistlinum fer Ragnheiður svo dýpra ofan í hvert og eitt atriði en hægt er að lesa pistilinn í heild sinni hér.