10
.
May
2024

Ný stafræn nýsköpunargátt - Skapa.is

Þann 17. maí næstkomandi verður opnun íslensku nýsköpunargáttarinnar - Skapa.is fagnað í nýsköpunarvikunni - Iceland Innovation Week

Vefurinn skapa.is hefur fest sig í sessi í frumkvöðlasamfélaginu en fékk aukið hlutverk sem stafræn nýsköpunargátt eftir að Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið samdi við Ólaf Örn Guðmundsson, eiganda og höfund skapa.is, um að vefurinn myndi halda úti stafrænni nýsköpunargátt.

Skapa.is er nýsköpunargátt með upplýsingum fyrir frumkvöðla og yfirliti yfir stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi, allt á einum stað. Skapa er upplýsingasíða og nýsköpunargátt fyrir nýsköpun á Íslandi með yfirliti yfir stuðningsumhverfið, fræðslu til frumkvöðla og aðstoð við að rata í gegnum í frumkvöðlafrumskóginn.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.