24
.
August
2023

Nota gervigreind við lyfjaþróun

Mynd af vb.is

Vísindamenn við Háskólann í Reykjavík og 3Z ehf. hafa á undanförnum árum þróað aðferðir til leitar nýrra lyfja við miðtaugakerfissjúkdómum. Þeir nota nú gervigreind til að greina á milli þeirra lyfja sem hafa fundist og bæta þau sem verða sett áfram í lyfjaþróunarferlinum.

Starfsemi 3Z, sem sprettur úr grunnrannsóknum við HR, byggir á því að búa til erfðabreytta stofna af sebrafiskum með einkenni miðtaugakerfissjúkdóma. Tölvusjón er notuð til að greina milli atferlis heilbrigðra og stökkbreyttra fiska sem eru svo notaðir í skipulegri lyfjaleit þar sem þúsundir nýrra og þekktra lyfja eru prófuð.

Þetta kemur meðal annars fram í grein Viðskiptablaðsins sem fjallaði um 3Z.

3Z hefur verið í eignasafni Nýsköpunarsjóðs síðan árið 2012.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.