14
.
October
2025

Nóbelsverðlaun staðfesta mikilvægi nýsköpunar fyrir hagvöxt 

Nóbelsverðlaunahafarnir: Joel Mokyr, Philippe Aghion og Peter Howitt. Teikning eftir Niklas Elmehed

Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2025 voru veitt í gær, 13. október, fyrir rannsóknir sem sýna fram á að nýsköpun og tækniþróun eru undirstaða sjálfbærs hagvaxtar og bættra lífskjara. Þetta kemur fram í grein sem Samtök iðnaðarins birtu á vefnum sínum.

Nýsköpun lykilþáttur í langtímaframþróun

Samkvæmt rökstuðningi verðlaunanefndarinnar hjá Konunglegu sænsku vísindaakademíunni byggja rannsóknir verðlaunahafanna á greiningu á því hvernig framfarir í tækni og nýsköpun leiða til aukinnar framleiðni og bættra lífskjara. Þar kemur skýrt fram að lönd sem hvetja til nýsköpunar ná betri árangri í að bæta lífskjör landsmanna en önnur. Með því að skapa umhverfi sem hvetur til rannsókna og þróunar og þar með nýsköpunar leiðir það til að ný tækni og nýjar vörur verða til og ný tækifæri á vinnumarkaði myndast og verðmætasköpun eykst.

Nýsköpunarsjóður leggur grunn að verðmætasköpun framtíðar

Markmið Nýsköpunarsjóðs er að efla íslenskt nýsköpunarumhverfi með fjárfestingum sem stuðla að vexti og aukinni samkeppnishæfni. Með því að styðja við frumkvöðla, vísindafólk og ný sprotafyrirtæki tryggir sjóðurinn að góðar hugmyndir fái tækifæri til að vaxa og umbreytast í verðmæti sem nýtast samfélaginu öllu.

„Nóbelsverðlaunin í ár minna okkur á að nýsköpun er ekki aðeins drifkraftur hagvaxtar, heldur grundvöllur betra og sjálfbærara samfélags. Þess vegna er áframhaldandi fjárfesting í þekkingu, og sköpunarafli mikilvægari en nokkru sinni fyrr,“ segir Hrönn Greipsdóttir, forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.