24
.
June
2025

Mýsköpun fær úthlutun úr Lóu

Úthlutun úr Lóu – styrkjum til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni 2025 hefur farið fram. Í ár hljóta 21 verkefni styrk fyrir alls um 100 milljónir króna. Meðal fyrirtækjanna sem hlaut styrk er Mýsköpun sem mun fá 3,8 milljónir króna

Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra. Styrkjum er úthlutað til árs í senn, hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20% af heildarúthlutun hvers árs. Mótframlag frá umsækjanda þarf að lágmarki að vera 30%.

Í ár bárust 97 umsóknir í sjóðinn og er þetta í fimmta skipti sem veitt er úr sjóðnum. Verkefnið sem Mýsköpun fékk styrk fyrir er: Nýting skiljuvatns jarðvarmavirkjunar til verðmætasköpunar. Í þessu verkefni ætlar Mýsköpun að skoða hvort að hægt sé að auka afköst framleiðsluferlis kísilþörunga sem innihalda verðmæta andoxunarefnið fucoxanthin með upptöku kísils úr skiljuvatni. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Landsvirkjun.

Mýsköpun var stofnað árið 2013 og kom í eignasafn Nýsköpunarsjóðs árið 2023. Mýsköpun er sprotafyrirtæki í líftækni sem sérhæfir sig í ræktun örþörunga úr stofni sem fannst í Mývatni og framleiða úr þeim próteinríkar afurðir.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.