12
.
August
2025

Mikilvægt að nýsköpunarfyrirtæki tryggi hugverk sín

Erla Skúladóttir, stjórnarformaður Lauf Cycles hf. og sérfræðingur á sviði hugverkaréttar og nýsköpunar

Nýverið birti Viðskiptablaðið pistil eftir Erlu Skúladóttur, stjórnarformann Lauf Cycles hf. og sérfræðingur á sviði hugverkaréttar og nýsköpunar þar sem hún greinir frá því að íslenski hjólaframleiðandinn Lauf Cycles hefur sótt um skráningu vörumerkjanna Seigla, Úthald og Elja, sem vísa til lykileiginleika í reiðhjólaíþróttum. Vörumerkin bætast í safn hugverkaréttinda félagsins sem nýtur verndar á helstu mörkuðum.

Pistill Erlu undirstrikar mikilvægi þess að nýsköpunarfyrirtæki tryggi hugverk sín og noti þau sem grundvöll fyrir fjármögnun og vöxt. Alþjóðahugverkastofnunin, WIPO, hvetur til aukinnar hugverkadrifinnar fjármögnunar og varar við því að Ísland dragist aftur úr í þessari þróun. WIPO stendur fyrir átaki sem felur í sér þrjú áherslusvið: Í fyrsta lagi aukna umræðu um þau ónýttu tækifæri sem felast í hugverkadrifinni fjármögnun. Í öðru lagi aukna fræðslu, rannsóknir og greiningu á alþjóðlegri þróun og þeim aðgerðum sem hafa skilað mestum árangri. Í þriðja lagi aukinn stuðning, tól og tæki, til þess að brúa bilið milli rétthafa og lánveitenda. Það er mikilvægt að grípa þessa öldu svo Ísland verði ekki eftirbátur annarra þjóða þegar kemur að fjármögnun á grunni hugverkaréttinda.

Áhugaverður pistill sem við hvetjum ykkur til að lesa í heild sinni hér.

Lauf Cycles

Lauf Forks hf. var stofnað árið 2011 í kringum hugmynd að framúrstefnulegum fjöðrunargaffli fyrir reiðhjól sem var sérhannaður fyrir lítil högg. Þróunarvinna félagsins hefur leitt af sér fjöðrunartækni sem hefur sérstöðu á markaði og er einkaleyfisvarin. Fyrsta Lauf hjólið kom svo á markað í lok árs 2017. Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðsins að Lauf var árið 2019.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.