Velo sem er netmiðill og sérlega vinsæll vettvangur meðal hjólaáhugafólk birti nýverið ítarlega umfjöllun um nýjustu afurð Lauf - Laufúthald. Í myndbandinu, sem ber yfirskriftina „The Lauf Úthald Doesn’t Care About Trends – And That’s the Point“, greina þau frá því að Lauf hafni tískudrifinni hönnun og einbeiti sér þess í stað að raunverulegri notkun, þægindum og afköstum.
Velo lýsir hjólinu sem „praktískri byltingu“ á markaðnum – þar sem Lauf blandar saman loftstreymi, höggdeyfingu og endingargóðum smáatriðum án flókins viðhalds. Hjólið er hannað fyrir hjólreiðafólk sem vill hjóla hraðar og lengra – án þess að þurfa að fórna þægindum. Velo ber Lauf Úthald saman við önnur ný hjól á markaðnum og telur það „óhrædd við að gera hlutina öðruvísi – og gera þá rétt.“
Lauf Forks hf. var stofnað árið 2011 í kringum hugmynd að framúrstefnulegum fjöðrunargaffli fyrir reiðhjól sem var sérhannaður fyrir lítil högg. Fyrsta Lauf hjólið kom svo á markað í lok árs 2017. Lauf er í eignasafni Nýsköpunarsjóðsins og var fyrsta aðkoma sjóðsins árið 2019.