15
.
July
2025

Húðunarefni sem getur leyst plast af hólmi

Julie Encausse, stofnandi og framkvæmdastjóri Marea Iceland Mynd Art Bicknick tekin af Bændablaðinu

Í nýjasta Bændablaði er viðtal við Julie Encausse, stofnanda og framkvæmdastjóra Marea Iceland. Í viðtalinu greinir hún frá því að mikil vinna hafa farið í að þróa húðunarefnið undanfarin þrjú ár og nú sé stutt í að hægt sé að markaðssetja vöruna, sem hefur fengið nafnið Iceborea.

„Við erum í samstarfi við líftæknifyrirtækið Algalíf sem framleiðir svokallað astaxanthin, sem er öflugt andoxunarefni unnið úr smáþörungum. Við framleiðslu á efninu er ekki nema fimm til sjö prósent af lífmassanum astaxanthin, en hitt er vannýtt. Úr þessu afgangsefni tökum við fjölsykrur og prótein sem er aðal innihaldsefni úðunarefnisins sem er notað sem vörn fyrir ávexti og grænmeti.“

Fyrst verður unnið með agúrkur, en Marea er komið í samstarf við íslenska framleiðendur, dreifingaraðila og söluaðila.

Sjá viðtalið í heild sinni í Bændablaðinu hér.

Marea er í eignasafni Nýsköpunarsjóðs og var eitt af þeim tíu fyrirtækjum sem komu inn í sjóðinn eftir fjárfestingaátak hans árið 2023.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.