Hrönn Greipsdóttir, forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu, mætti í viðtal hjá Síðdegisútvarpinu á Rás 2, miðvikudaginn 24. september og sagði frá sjóðnum og fjárfestingaátakinu sem stendur nú til 20. október.
Hrönn sagði meðal annars í viðtalinu:
„Nýsköpunarsenan á Íslandi er ótrúlega öflug og það er rosalega mikil gróska. Svo ég byrja að nefna þá eru viðskiptahraðlar sem bæði Klak og Drift fyrir norðan standa fyrir að útskrifta flott nýsköpunarfyrirtæki og sprotafyrirtæki sem hafa farið í gegnum ákveðið prógramm hjá þeim. Síðan til að mynda þá er Iceban, samtök englafjárfesta, með markaðstorg á lokaðri vefsíðu hjá sér og þar sækja líka sprotafélög sem eru að koma með kynningar og eru þá að leita að fjármagni þannig að framboðið af nýsköpunarfyrirtækjum og sprotafyrirtækjum er mjög mikið“
„Oft er erfitt fyrir þessi félög að fá fjármagn. Þetta eru kannski nýtt teymi og ungt félag, ný vara og jafnvel óþekkt tækni. Þannig að skiljanlega þá veigra fjárfestar sér við að fjárfesta í þeim því þetta er of mikil áhætta og það er áhætta á þessu stigi. En eftir því sem vörunni fleygir fram og fer af þessu sem við köllum frumstig og verður meiri þroski í vörunni og félaginu þá eru meiri líkur á að fjárfestar komi að.“
„En það sem við erum að gera þarna er að við erum að brúa þetta bil. Því þetta eru ótrúlega lágar fjárhæðir sem þarf til þess að félögin fái byr undir báða vængi og komist almennilega af stað og geti orðið að verðmætum félögum í framtíðinni.“
„Það er mikil gróska alls staðar á landinu og við viljum sjá þau félög sem eru að verða til sækja um í svona átaki. Því miður er miklu minna um nýsköpunarfélög af landsbyggðinni sem eru að koma að sækjast eftir fjármagni en til að undirstrika þetta erum við með fyrsta kynningarfundinn okkar á Akureyri.“
Við minnum á kynningarfundi um fjárfestingaátakið: