Gulleggið var einstaklega vel heppnað að þessu sinni. Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn.
Það teymi sem vann Gulleggið í ár var TVÍK. TVÍK, eða tæknivæddi íslenskukennarinn, gagnvirkur kennsluvettvangur sem styðst við nýjustu máltækniaðferðir til að hjálpa þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í að læra íslensku.
Fyrsta sætið hlaut TVÍK og eru það þau Gamithra Marga, Safa Jemai og Atli Jasonarson sem eru teymið á bakvið þá hugmynd.
Annað sætið hlaut SEIFER og eru þau Guðrún Inga Marinósdóttir, Davíð Anderson og Bjarki Snorrason á bakvið hugmyndina. SEIFER vinnur að því að hanna og þróa íþróttabúnað, ásamt gagnagrunni, sem sem er nýttur í rauntíma mælingar og gagnasöfnun varðandi höfuðhögg. Með gagnasöfnun búnaðarins er hægt að endurbæta bataferli og viðbragðsáætlanir gegn heilahristingum í íþróttum.
Þriðja sætið hlaut Lilja app og í teyminu eru þær Ingunn Henriksen og Árdís Rut Einarsdóttir. Lilja app er bjargráður þolenda til bættrar lagalegrar og félagslegrar stöðu.
Þau teymi sem fengu aukaverðlaun bakhjarla í ár voru:
Í ár gafst almenningi sá kostur að kjósa sitt uppáhalds teymi og fór kosningin fram á gulleggid.is. Um 1800 manns tóku þátt í kosningunni og hlaut teymið Vetur Production þá flottu viðurkenningu.
Upplýsingar um keppnina https://gulleggid.is/frumkvodlarnir-a-bakvid-tvik-unnu-gulleggid-2022/