23
.
October
2025

Góð þátttaka í Frumsjóðsátaki Nýsköpunarsjóðsins Kríu

Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) auglýsti nýverið  fjárfestingaátak fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki sem eru komin stutt á veg í sinni þróun. Um er því að ræða fjárfestingaátak á frumstigi sem hefur fengið heitið Frumsjóður 25. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti þann 20. október og sóttu alls 88 sprotafyrirtæki um fjárfestingu.   

Hrönn Greipsdóttir, forstjóri NSK:

„Þetta er frábær þátttaka og er reyndar í takti við það sem við áttum von á. Við höfum lengi fundið fyrir ákalli eftir auknum fjárfestingum á frumstigi og þetta átak miðar að því að fjárfest verður í það minnsta í tíu félögum gegn mótframlagi annarra fjárfesta sem er skilyrði í fjárfestingaátakinu“.  

Árið 2023 stóð sjóðurinn fyrir fjárfestingaátakinu í fyrsta sinn og þá sóttu 73 fyrirtæki um fjárfestingu sem þýðir að það er aukning um 20% milli áranna. Ljóst er að það er mikil gróska í nýsköpun og þörf á því styðja betur við bakið á fyrirtækjunum og hugmyndunum á fyrstu stigum og tryggja þannig að úr verði félög sem fjárfest verður áfram í.

Nú tekur við vinna að fara yfir umsóknir sem verður í höndum sérstakrar valnefndar sem tekur bráðlega til starfa. Stefnt er að því að kynna niðurstöður í lok nóvember.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.