2
.
May
2023

Fyrirtækið Nomina frá Verslunarskóla Íslands var valið fyrirtæki ársins 2023 í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland

Fv. Ragnheiður Jóhannesdóttir þjónustustjóri Arion banka, Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, Össur Anton Örvarsson, Orri Einarsson, Dagný Rós Björnsdóttir, Sandra Diljá Kristinsdóttir, Ólafur Ingi Jóhannesson og Tómas Pálmar Tómasson eigendur Nómína, Jakob Ómarsson kennari í Verslunarskóla Íslands og Petra Bragadóttir framkvæmdastjóri Ungra frumkvöðla JA Iceland. Nomina var stofnað í Verslunarskóla Íslands í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland 2023. Ljósmyndari Kristinn Magnússon.

Uppskeruhátíð Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla - JA Iceland fór nýverið fram í höfuðstöðvum Arion banka en 30 fyrirtæki frá 15 framhaldsskólum voru valin úr hópi 160 fyrirtækja sem 700 nemendur stofnuðu á önninni, til að taka þátt í  úrslitum Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2023.

Fyrirtækið Nomína, sem er í eigu sex nemenda við Verslunarskóla Íslands þeirra; Orra Einarssonar, Söndru Diljár Kristinsdóttur, Össurar Antons Örvarssonar, Tómasar Pálmars Tómassonar, Dagnýjar Rósar Björnsdóttur og Ólafs Inga Jóhannessonar var valið fyrirtæki ársins 2023 í samkeppni Ungra frumkvöðla, Junior Achievement á Íslandi. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins veitti sigurvegurunum 250.000 króna styrk til að nota í ferð til Istanbúl í sumar. Nomína mun keppa fyrir hönd Íslands, í Evrópukeppni Ungra frumkvöðla – GEN_E 2023 sem fer fram í Istanbúl, Tyrklandi dagana 11.–14. júlí næstkomandi. Um 6.000.000 nemenda hófu keppni í 40 Evrópulöndum og verður eitt lið valið frá hverju landi til að keppa um „Junior Achievement Company of the Year – GEN_E 2023“.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra var með ávarp á uppskeruhátíðinni og Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka og Ragnheiður Jóhannesdóttir þjónustustjóri veittu verðlaun og viðurkenningar en uppskeruhátíðin var haldin í höfuðstöðvum bankans.

Verðlaun og viðurkenningar hlutu:

 • Fyrirtæki ársins – Nomína, Verslunarskóli Íslands
 • Fyrirtæki ársins 2. Sæti - Bein, Verslunarskóli Íslands
 • Fyrirtæki ársins 3. Sæti – Aur og Áhætta, Verslunarskóli Íslands
 • Frumlegasti sölubásinn – Smáralind – Roð snakk, Tækniskólinn
 • Frumlegasti sölubásinn – Ísafjörður – Poddi, Menntaskólinn á Ísafirði
 • Öflugasta sölustarfið – Smáralind – Nómína, Verslunarskóli Íslands
 • Öflugasta sölustarfið – Ísafjörður – ALMA, Menntaskólinn á Ísafirði
 • Áhugaverðasta nýsköpunin – H.Hampur, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
 • Samfélagsleg nýsköpun – GymbosRPG, Menntaskólinn á Ásbrú
 • Áhugaverðasta fjármálalausnin, Aur og Áhætta Verslunarskóli Íslands
 • Besti sjó-bissnessinn - BEIN, Verslunarskóli Íslands
 • Matvælafyrirtæki ársins – Stökk, Verslunarskóli Íslands
 • Besta hönnunin – KONVI, Verslunarskóli Íslands
 • Áhugaverðasta tækninýjungin – Pluto, Verslunarskóli Íslands
 • Fjölbreytt teymi - Ænýtt Menntaskólinn við Sund
 • Umhverfisvænasta lausnin – Plastcase, Borgarholtsskóli

Nýsköpunarsjóður er styrktaraðili Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla og gáfu verðlaun upp að 250.000 króna styrk til XXX. Við óskum xxx og öllum þessum flottu teymum til hamingju með árangurinn!

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.