4
.
February
2022

Framkvæmdastjóri lætur af störfum í vor

Huld Magnúsdóttir

Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, hefur að eigin frumkvæði óskað eftir því að láta af störfum hjá sjóðnum. Hún mun gegna starfi sínu þangað til að lokið hefur verið við ráðningu nýs framkvæmdastjóra, en starfið verður auglýst á næstu dögum.

Huld hefur starfað hjá sjóðnum í fimm ár og hefur starfsemi hans tekið breytingum á þeim tíma. Má þar meðal annars nefna umsjón Kríu og Stuðnings-Kríu sem kom til á síðasta ári.

Huld Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs;

„Þetta hefur verið áhugaverður og gefandi tími en nú hef ég ákveðið að fara á önnur mið. Ég er mjög þakklát fyrir tímann hjá sjóðnum og fyrir samstarfið við starfsmenn, stjórn, ráðuneyti og öflugu félögin í sterku eignasafni sjóðsins. Ég óska þeim öllum góðs gengis í framtíðinni og tel að framtíðin sé björt í íslensku nýsköpunarumhverfi,” segir Huld.

Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs;

„Við þökkum Huld fyrir gott samstarf. Það hefur verið sjóðnum mikill fengur að hafa notið starfskrafta hennar og hún mun aðstoða okkur næstu mánuði við yfirfærslu til nýs stjórnanda. Við kunnum henni bestu þakkir fyrir samstarfið  og óskum henni góðs gengis í nýjum verkefnum.“

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.