4
.
September
2023

Florealis og SagaNatura taka höndum saman

Samkomulag liggur nú fyrir um sameiningu fyrirtækjanna Florealis og SagaNatura. Þetta kemur fram í grein Morgunblaðsins frá 2. september síðastliðnum.

„Mín skoðun er sú að flest fé­lög í þess­ari at­vinnu­grein á Íslandi eru of lít­il til að gera al­vöru at­lögu að út­rás. Þetta er eitt af þeim skref­um sem við höf­um áhuga á að taka til að gera stórt nátt­úru­vöru­fé­lag á Íslandi. Af því að við telj­um að nátt­úra Íslands eigi mikið er­indi við heilsu heims­ins,“ seg­ir Karl Guðmunds­son, for­stjóri Flor­eal­is sem fram­leiðir viður­kennd jurta­lyf og lækn­inga­vör­ur m.a. í greininni.

Fyrirtækin sem taka nú höndum saman hafa verið að selja vörur sínar víða t.a.m. á Norðurlöndunum, Norður-Ameríku, í Evrópu og eitthvað í Asíu en þau vilja gera það á stærri skala og með markvissari hætti segir Karl einnig í greininni.

Florealis hefur verið í eignasafni Nýsköpunarsjóðs síðan árið 2018þ

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.