Meniga
Stafrænar bankalausnir fyrir framsækna banka
Meniga er alþjóðlegt fjártæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í stafrænum bankalausnum. Meniga hjálpar bönkum að búa til áhugaverðar notendaupplifanir sem hjálpa bönkum að styrkja tengsl við viðskiptavini sína á stafrænum vettvangi. Með því að greina færslutexta og önnur notendagögn gerir Meniga bönkum kleift að bjóða mjög persónumiðaða þjónustu til þess að hjálpa viðskiptavinum sínum að ná betri tök á fjármálunum. Viðskiptavinir Meniga eru meðal áhrifamestu fjármálastofnana heims en þar má nefna UniCredit, Groupe BPCE, UOB, Swedbank, SAB, Tangerine og Crédito Agrícola. Rúmlega 100 milljónir bankaviðskiptavina njóta góðs af tækni Meniga í meira en 30 löndum víðs vegar um Evrópu, Norður Ameríku, Miðausturlöndum og Asíu. Meniga hefur sex sinnum hlotið titilinn „Best of Show“ á FinovateFall og FinovateEurope, verið valið „Best Digital Banking Vendor“ á Banking Tech Awards og „Best Customer Insights Solution Provider“ á Global BankTech Awards.
meniga.is