MedEye
Dregur úr mistökum við lyfjagjöf
Fyrirtækið MedEye sem áður hét Mint Solutions hefur hannað lausn sem auðveldar sjúkrastofnunum að hafa eftirlit með lyfjagjöfum. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í gerð lausna til lyfjaeftirlits á sjúkrastofnunum. Mistök við lyfjagjöf eru alvarlegt vandamál sem allar sjúkrastofnanir glíma við og kostar fjölda mannslífa á ári hverju. MedEye skannar töflur myndrænt og greinir lyfjategundir til að koma í veg fyrir mistök. MedEye eykur öryggi við lyfjagjöf verulega og er einstakt í sinni röð. Sótt hefur verið um einkaleyfi á lausninni. MedEye er með viðskiptavini og samstarfsaðila í fjórum löndum. MedEye var stofnað af Gauta Reynissyni, Ívari Helgasyni og Maríu Rúnarsdóttur.
medeye.com