Marea

Varðveisluhúð fyrir grænmeti og ávexti úr hliðarafurðum líftækni

Marea ehf. er sprotafyrirtæki í líftækni sem vinnur verðmætar vörur sem draga úr matarsóun og plastnotkun úr hliðarafurðum annarra líftæknifyrirtækja. Fyrsta vörulínan, ICEBOREA, er pökkunarhúð fyrir grænmeti unnin úr þörungahrati sem myndast eftir astaxanthínframleiðslu. Húðin kemur í duftformi sem er blandað í vatn og má úða á ávexti og grænmeti til að lengja geymsluþol, viðhalda ferskleika og gera plastumbúðir óþarfar. Áætlað er að hefja sölu á ICEBOREA á Íslandi árið 2026 með varðveisluhúð fyrir agúrkur. Á sama tíma vinnur Marea að þróun nýrra vörulína úr hliðarafurðum bruggiðnaðarins, sem og úr sjávarlífmassa, til notkunar í húðanir og lífplast. Með þessu leitast fyrirtækið við að skapa hringrásarhagkerfi þar sem hráefni sem áður var talið úrgangur verður að gagnlegri vöru.
marea.is
Stofnað
2021
Fyrsta aðkoma sjóðsins
2023
Útganga
Átak NSK gerði okkur kleift að stíga upp úr rannsóknarstofunni og yfir á tilraunaskala – sem gerði okkur jafnframt kleift að staðfesta lausnina okkar og undirbúa hana fyrir framleiðslu. Í okkar viðskiptamódeli, þar sem þróunartími er langur, fjárfestingar í búnaði eru þungar og vöxturinn fer fram í stigum, var þetta skref algjör lykiláfangi. Þátttaka í Átaki skipti gríðarlegu máli til að koma lausninni áfram í vöru – án þessa fjármögnunar værum við einfaldlega ekki stödd þar sem við erum í dag. Þetta var sannarlega stór áfangi á okkar vegferð.
Julie Encausse, stofnandi og framkvæmdastjóri
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.