Atmonia

Ammoníak til framleiðslu áburðar og eldsneyti

Atmonia þróar efnahvata og tæknibúnað sem framleiðir ammóníak úr lofti og vatni án þess að losa gróðurhúsalofttegundir. Markmið Atmonia er að búa til ammóníak sem búið er til úr nitri andrúmsloftsins en nitur er um 78 prósent af andrúmsloftinu. Ammóníakið er síðan notað til að framleiða áburð sem seldur er til bænda, eða eldsneyti en brennsla ammóníaks losar engar gróðurhúsalofttegundir. Fyrirtækið beitir rafefnafræðilegum aðferðum sem hægt er að nýta með til dæmis rafmagni, sólarorku eða vindorku. Með þessum hætti verður því hægt að framleiða áburð nálægt notendum og þarf því ekki að flytja áburðinn heimshorna á milli eins og í dag. Stofnendur Atmonia eru Egill Skúlason, Helga Dögg Flosadóttir og Arnar Sveinbjörnsson.
Atmonia.com
Stofnað
2016
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
2022
Útganga
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.