Grænafl
Orkuskipti minni skipa
Grænafl vinnur að því að þróa og innleiða heildstæða lausn fyrir orkuskipti í minni skipum með því að breyta bátum sem þegar eru í notkun (e. retrofit) þannig að þeir verði ýmist 100% rafmagnsbátar eða blendingsbátar (e. hybrid). Grænafl stuðlar þannig að því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar varðandi loftslagsmál og kolefnishlutleysi. Samningar hafa náðst við s-kóresk fyrirtæki og stofnanir um kaup á búnaði, sem verður svo lagaður að íslenskum bátum í Slippnum á Akureyri, þróaður þar áfram og prófaður. Lausnin verður síðan einnig notuð í orkuskiptum í S-Kóreu. Samhliða þessu vinnur Grænafl að því að setja upp hleðslustöðvar í höfnum landsins í samvinnu við HS Orku. Eigendur Grænafls eru Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrum alþingismaður, og og Freyr Steinar Gunnlaugsson, sem hefur langa reynslu af útgerð smábáta.
Graenafl.is