Grænafl

Orkuskipti minni skipa

Grænafl vinnur að því að þróa og innleiða heildstæða lausn fyrir orkuskipti í minni skipum með því að breyta bátum sem þegar eru í notkun (e. retrofit) þannig að þeir verði ýmist 100% rafmagnsbátar eða blendingsbátar (e. hybrid). Grænafl stuðlar þannig að því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar varðandi loftslagsmál og kolefnishlutleysi. Samningar hafa náðst við s-kóresk fyrirtæki og stofnanir um kaup á búnaði, sem verður svo lagaður að íslenskum bátum í Slippnum á Akureyri, þróaður þar áfram og prófaður. Lausnin verður síðan einnig notuð í orkuskiptum í S-Kóreu. Samhliða þessu vinnur Grænafl að því að setja upp hleðslustöðvar í höfnum landsins í samvinnu við HS Orku. Eigendur Grænafls eru Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrum alþingismaður, og og Freyr Steinar Gunnlaugsson, sem hefur langa reynslu af útgerð smábáta.
Graenafl.is
Founded
2022
The fund’s first involvement
Eitt af 11 félögum í átaki sjóðsins árið 2025
Útganga Nýsköpunarsjóðs
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.