Ragnhildur Jónsdóttir

Ragnhildur leiðir þróun stafrænna geðheilbrigðismeðferða hjá heilbrigðistæknifyrirtækinu Sidekick Health. Hún sat jafnframt í stjórn félagsins frá sprotastigi fram yfir Series A fjármögnun, árin 2014-2020. Ragnhildur er forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness og situr einnig í bæjarráði og skólanefnd bæjarins og var áður formaður skipulagsnefndar. Þá er hún nú í varastjórn Samkeppniseftirlitsins. Ragnhildur er með meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands 2005 og meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði frá Buckinghamshire New University 2019.

Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.