26
.
March
2024

Nýsköpunarsjóður bakhjarl Norðanáttar

Fjárfestahátíð Norðanátt fór fram á Siglufirði þann 20. mars síðastliðinn og er Nýsköpunarsjóður einn bakhjarl hennar. Á hátíðinni gafst sprota- og vaxtarfyrirtækjum tækifæri á að kynna verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta.

Tilgangur hátíðarinnar er að auka fjárfestingartækifæri á landsbyggðinni og tengja frumkvöðla við fjárfesta og aðra lykilaðila í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi.

Þau fyrirtæki sem að kynntu verkefni sín á hátíðinni voru: 

Þau fyrirtæki sem að kynntu verkefni sín á hátíðinni voru:

  • Aurora Abalone – Lausn fyrir landeldi á skelfiskframleiðslu 
  • Circula – Lausnin Recoma sem gefur sorpi nýtt líf 
  • FoodSmart Nordic - framleiðir hágæða vatnsrofið prótein úr sjávarfangi m.a. Kollagen og sæbjúgnaduft. 
  • Olafsdottir - gestaverkefni frá Færeyjum 
  • Circular Library Network – með sjálfsafgreiðslulager fyrir verkfæri til útleigu 
  • Humble – Smáforrit gegn matarsóun
  • Nanna Lín – Leður úr laxaroði 
  • Skógarafurðir – Stækkun vinnslustöðvar fyrir umhverfisvænar íslenskar viðarafurðir 
  • Surova – Tæknibúnaður til grænmetisræktunar

Fjárfestahátíðin var einstaklega vel heppnuð og verður gaman að fylgjast með þessum flottu sprota- og vaxtarfyrirtækjum í framtíðinni.

Við óskum skipuleggjundum Norðanáttar til hamingju með vel heppnaðan viðburð.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.