4
.
January
2022

Hlutafjáraukning í Ankeri

Á myndinni má sjá: Stjórnendur Ankeri: Óskar Sigþórsson, Leifur Kristjánsson, Kristinn Aspelund, Nanna Einarsdóttir og Helgi Benediktsson

Nýsköpunarsjóður tók þátt í hlutafjáraukningu hjá Ankeri Solutions ehf. nýlega ásamt fleiri fjárfestum þ.á.m. Frumtaki 3. Nýsköpunarsjóður fjárfesti upphaflega í Ankeri árið 2018 sem kjölfestufjárfestir.

Ankeri hyggst nýta fjármögnunina nú til að efla vöruþróun og sölustarf en áætlað er að tekjur félagsins tífaldist á næstu tveimur árum. Einnig mun starfsmannafjöldi í vöruþróun og sölustarfi aukast hratt á næstu tólf mánuðum gangi áætlanir félagsins eftir.

Lausnir Ankeri gera viðskiptavinum sínum kleift að nálgast mikilvægar rekstrarupplýsingar á auðveldan hátt með það að leiðarljósi að taka hagkvæmar og sjálfbærar ákvarðanir varðandi rekstur skipaflutninga. Félagið hefur þróað skýjalausn sem tvinnar saman hagsmuni eigenda og leigjenda skipa með bættri upplýsingagjöf, betri orkunýtingu og minni útblæstri skipaflotans. Þannig leggur Ankeri sitt af mörkum í grænni þróun og orkuskiptum heimsflotans.  Ankeri stefnir á að ná 20-30 prósentum gámaskipa inn í kerfi sitt á næstu tveimur til þremur árum og hefur þegar stór erlend skipafélög meðal viðskiptavina.

Félagið var stofnað árið 2016 af Kristni Aspelund og Leifi Kristjánssyni sem hvor um sig hafa yfir fimmtán ára reynslu í skipaiðnaðinum. Félagið hefur áður verið styrkt af Tækniþróunarsjóði og meðal hluthafa eru einnig Hermann Kristjánsson fjárfestir.

Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs:

„Við hjá Nýsköpunarsjóði fögnum því að félag sem við höfum þegar fjárfest í og getum þróast áfram með svo jákvæðum hætti.  Bæði rekstrarlega en ekki síður að fjármögnun þess er áfram tryggð til að taka næstu skref í þróun félagsins og að félaginu er kominn annar öflugur sjóður.  Ankeri er dæmi um fjármögnun sprotafélags þar sem hver hlekkur er mikilvægur og staðfestir meðal annars hversu mikilvægur Nýsköpunarsjóður getur verið  í upphafi vegferðar sprotafélags.

Nánari upplýsingar um félagið er að finna https://www.ankeri.net/

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.