Medagogic

Stafræn þjálfun heilbrigðisstarfsmanna

Medagogic nýtir sýndarveruleika og gervigreind við þjálfun og kennslu heilbrigðisstarfsmanna. Aðferðarfræðin er í anda þjálfunar í fluggeiranum þar sem mögulegt er að endurskapa raunsæjar aðstæður og æfa viðbrögð á öruggan hátt. Medagogic er í þróunarsamvinnu við neyðarmóttöku barna við Sahlgrenska spítalann í Gautaborg í Svíþjóð og Barnaspítala Hringsins. Tölvuhermd þjálfun heilbrigðisstarfsfólk er hugsuð sem viðbót við núverandi hermikennslu heilbrigðisstarfsmanna. Hægt verður að upplifa bráða aðstæður bæði í sýndarveruleika og í gegnum vefspjall við neyðarteymi á staðnum. Leikanda er gert að stýra aðgerðum á vettvangi og eiga í samskiptum við annað heilbrigðisstarfsfólk í úrlausn sinni á tilfellinu. Með slíkri tækni má auka aðgengi að þjálfun, bæta skilvirkni og á endanum fækka mistökum.
medagogic.com
Stofnað
2021
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
Eitt af tíu félögum í átaki sjóðsins árið 2023
Útganga Nýsköpunarsjóðs
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.